Norður
♠ G2
♥ 74
♦ D976
♣ Á7642
Vestur
♠ D105
♥ ÁKD982
♦ K8
♣ G5
Austur
♠ 87
♥ G1083
♦ G1042
♣ D83
Suður
♠ ÁK9643
♥ 5
♦ Á53
♣ K109
Suður spilar 4♠.
„Ég er með krossapróf handa ykkur.“ Óskar hafði fundið spil úr 8-liða úrslitum bandarísku landsliðskeppninnar sem vakti hjá honum fræðilegan áhuga. Á öllum borðum opnaði vestur á 1♥ og „prófið“ fólst í því að giska á algengasta svar austurs. Var það pass, 2♥, 3♥, 4♥ eða 1G? „Þið fáið þrjár tilraunir,“ sagði Óskar og hallaði sér aftur í sætinu.
„Ég þarf bara eina,“ sagði Gölturinn hógvær: „Einn spaði.“
„Enga vitleysu. Það er of hættulegt og auk þess á mörkum hins siðlega. Reyndu aftur.“
„Eitt grand þá. Það er saklaust.“
Bingó! Fjórir austurmenn sögðu 1G og tókst með því að stela spilinu í 3-4♥ ódobluðum. Það vinnast 4♠ í N-S og Joe Grue og Brad Moss náðu þeim samningi eftir hækkun austurs í 2♥. Grue stökk í 3♠, sem Moss hækkaði í fjóra.