Í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks heldur Guðjón Ragnar Jónasson erindi um bókina Mennirnir með bleika þríhyrninginn, á Árbæjarsafni í dag kl. 17. Erindið verður flutt í Kornhúsi, sem stendur neðst á safnsvæðinu

Í tilefni af alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks heldur Guðjón Ragnar Jónasson erindi um bókina Mennirnir með bleika þríhyrninginn, á Árbæjarsafni í dag kl. 17. Erindið verður flutt í Kornhúsi, sem stendur neðst á safnsvæðinu. Guðjón þýddi bókina sem segir sögu Josef Kohout, ungs, samkynhneigðs manns í fangabúðum nasista, og er frægust þeirra ævisagna sem lýsa hlutskipti homma í Þriðja ríki Hitlers. Guðjón fjallar um tilurð bókarinnar, sem kom fyrst út 1972, og hvernig nýta megi hana við kennslu, en Guðjón er íslenskukennari við MR. Þátttaka er ókeypis.