Loftmynd af skógi.
Loftmynd af skógi.
Ný sænsk rannsókn leiðir í ljós að sífellt fleiri fullorðnir vilja lesa um dýr og náttúruna. Konunglega bókasafnið í Svíþjóð stóð fyrir rannsókninni, sem gerð er árlega. Að þessu sinni var útgáfuárið 2022 til skoðunar, en á því ári voru gefnir út…

Ný sænsk rannsókn leiðir í ljós að sífellt fleiri fullorðnir vilja lesa um dýr og náttúruna. Konunglega bókasafnið í Svíþjóð stóð fyrir rannsókninni, sem gerð er árlega. Að þessu sinni var útgáfuárið 2022 til skoðunar, en á því ári voru gefnir út 17.192 titlar í Svíþjóð, þar af voru 6.228 titlar sem flokkast undir fagurbókmenntir. Þessu greinir SVT frá.

„Ég skynja aukna þörf fólks fyrir að gera hluti sjálft frá grunni,“ segir Pernilla Wåhlin Norén, höfundur bókarinnar Skogen & slöjden (Skógurinn og handverkið). Samkvæmt rannsókninni njóta bækur sem kennt geta lesendum margvíslega hluti um náttúruna, tengsl manneskjunnar við dýrin og sjálfbærni, sífellt meiri vinsælda. „Ég er sannfærð um að þetta sé andsvar við þeirri tækniveröld sem við búum í,“ segir Norén.