Form Anna Álfheiður vinnur með þrívíð form.
Form Anna Álfheiður vinnur með þrívíð form.
Lit – Rof nefnist sýning sem Anna Álfheiður Brynjólfs­dóttir opnar í Gallerí Gróttu Eiðistorgi í dag kl. 17. Um er að ræða fjórðu einkasýningu hennar. Sýningin inniheldur 20 málverk sem unnin hafa verið á þessu ári

Lit – Rof nefnist sýning sem Anna Álfheiður Brynjólfs­dóttir opnar í Gallerí Gróttu Eiðistorgi í dag kl. 17. Um er að ræða fjórðu einkasýningu hennar. Sýningin inniheldur 20 málverk sem unnin hafa verið á þessu ári. „Málverkin eru unnin í þrívíð form, með akrýl á striga annars vegar og handskornum striga hins vegar þar sem lögð er áhersla á að einstök smáatriði fái að njóta sín í gegnum upplifun áhorfandans,“ segir í tilkynningu.

Anna útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla 2020. „Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins í anda strangflatarlistar sem hún nálgast á ljóðrænan hátt. Samhliða hefur Anna leitast við að kanna mörkin milli listmiðla í verkum sínum, þ.e.a.s. milli málverks, textíls og skúlptúrs/lágmynda.“ Sýningin stendur til 3. júní og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10–18.30, föstudaga kl. 10–17 og laugardaga kl. 11–14.