Breytingar Ekki er lengur hægt að fá Tuborg grænan af krana á börum.
Breytingar Ekki er lengur hægt að fá Tuborg grænan af krana á börum. — Morgunblaðið/Júlíus
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Tuborg hefur verið áberandi í skemmtanalífi landsmanna um áratuga skeið, hvort sem um er að ræða Þjóðhátíð, miðbæinn eða aðra viðburði og það er ekkert að breytast

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Tuborg hefur verið áberandi í skemmtanalífi landsmanna um áratuga skeið, hvort sem um er að ræða Þjóðhátíð, miðbæinn eða aðra viðburði og það er ekkert að breytast. Við erum því að búa okkur undir umtalsverða söluaukningu í gleri í tengslum við þessa áherslubreytingu,“ segir Garðar Svansson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni.

Fyrirtækið hætti nýverið að selja hinn vinsæla bjór Tuborg af krana á börum og veitingastöðum. Tuborg er einn af vinsælustu bjórum landsins og því kemur þetta mörgum spánskt fyrir sjónir. Garðar segir að um áherslubreytingu hjá fyrirtækinu sé að ræða. Kranar á veitingastöðum séu takmörkuð auðlind og því ekki óeðlilegt að bjórar komi og fari af þeim vettvangi. Þá beri einnig að horfa til þess að fleira seljist á börum en kranabjór þó hann sé vissulega fyrirferðarmikill. „Í tilfelli Tuborg selst gríðarlegt magn í gleri á þessum vettvangi og hefur gert árum saman.“

Garðar segir að Tuborg sé langstærsta erlenda vörumerkið í bjór á Íslandi og hafi verið í áraraðir. „Hann er bruggaður hér í Ölgerðinni með íslensku vatni og þannig er tryggt að hámarksferskleiki sé til staðar. Við brugguðum yfir fjórar milljónir lítra af Tuborg-vörumerkinu í heild hér heima á síðasta ári og er það með um 14% af heildarbjórsölu ÁTVR. Það er jafn og góður vöxtur undanfarin ár.“

Það er þó ekki sá græni sem nýtur mestra vinsælda innan Tuborg-fjölskyldunnar heldur Tuborg Classic. „Núna í apríl og það sem af er maí er Tuborg Classic til að mynda þriðji vinsælasti bjórinn í verslunum ÁTVR, á eftir Bola og Gull lite sem hefur tekið umtalsverða forystu á markaði. Tuborg grænn er sjötti mest seldi bjórinn á þessu tímabili og hefur hlutdeild Tuborg græns verið stöðug í langan tíma. Salan á Tuborg grænum hefur ávallt tekið sannfærandi kipp um hásumarið þegar stuðið er hvað mest og ljóst að hann er mikill stemningsleikmaður,“ segir Garðar.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Tuborg hefur verið áberandi í skemmtanalífi landsmanna um áratuga skeið, hvort sem um er að ræða Þjóðhátíð, miðbæinn eða aðra viðburði og það er ekkert að breytast. Við erum því að búa okkur undir umtalsverða söluaukningu í gleri í tengslum við þessa áherslubreytingu,“ segir Garðar Svansson, framkvæmdastjóri hjá Ölgerðinni.

Fyrirtækið hætti nýverið að selja hinn vinsæla bjór Tuborg af krana á börum og veitingastöðum. Tuborg er einn af vinsælustu bjórum landsins og því kemur þetta mörgum spánskt fyrir sjónir. Garðar segir að um áherslubreytingu hjá fyrirtækinu sé að ræða. Kranar á veitingastöðum séu takmörkuð auðlind og því ekki óeðlilegt að bjórar komi og fari af þeim vettvangi. Þá beri einnig að horfa til þess að fleira seljist á börum en kranabjór þó hann sé vissulega fyrirferðarmikill. „Í tilfelli Tuborg selst gríðarlegt magn í gleri á þessum vettvangi og hefur gert árum saman.“

Garðar segir að Tuborg sé langstærsta erlenda vörumerkið í bjór á Íslandi og hafi verið í áraraðir. „Hann er bruggaður hér í Ölgerðinni með íslensku vatni og þannig er tryggt að hámarks ferskleiki sé til staðar. Við brugguðum yfir fjórar milljónir lítra af Tuborg vörumerkinu í heild hér heima á síðasta ári og er það með um 14% af heildar bjórsölu ÁTVR. Það er jafn og góður vöxtur undanfarin ár.“

Það er þó ekki sá græni sem nýtur mestra vinsælda innan Tuborg-fjölskyldunnar heldur Tuborg Classic. „Núna í apríl og það sem af er maí er Tuborg Classic til að mynda þriðji vinsælasti bjórinn í verslunum ÁTVR, á eftir Bola og Gull lite sem hefur tekið umtalsverða forystu á markaði. Tuborg grænn er sjötti mest seldi bjórinn á þessu tímabili og hefur hlutdeild Tuborg græns verið stöðug í langan tíma. Salan á Tuborg grænum hefur ávallt tekið sannfærandi kipp um hásumarið þegar stuðið er hvað mest og ljóst að hann er mikill stemnings leikmaður,“ segir Garðar.