Ray Stevenson
Ray Stevenson
Breski leik­ar­inn Ray Steven­son er látinn, aðeins fjórum dögum áður en hann hefði orðið 59 ára. Þessu greinir BBC frá, en engar upplýsingar hafa enn fengist um dánarorsök

Breski leik­ar­inn Ray Steven­son er látinn, aðeins fjórum dögum áður en hann hefði orðið 59 ára. Þessu greinir BBC frá, en engar upplýsingar hafa enn fengist um dánarorsök. Vitað er að Steven­son var við tökur á hasarmyndinni Cassino in Ischia á Ítalíu þegar hann var lagður inn á spítala. Steven­son var þekktastur fyrir leik sinn í vin­sæl­um sjón­varpsþátt­um á borð Rome, Vik­ings og Dexter. Hann var einnig þekkt­ur fyr­ir hlut­verk sín í kvik­mynd­un­um um Þór og þáttaröðinni Di­ver­g­ent.