Frímerki Mikill áhugi er meðal ferðamanna á íslensku frímerkjunum.
Frímerki Mikill áhugi er meðal ferðamanna á íslensku frímerkjunum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nóg er að gera í frímerkjasölu þrátt fyrir að formlegri útgáfu þeirra hafi verið hætt árið 2020 hjá Póstinum. Tímamótin fyrir þremur árum voru merkileg í ljósti þess að útgáfa frímerkja hófst hér á landi árið 1873

Nóg er að gera í frímerkjasölu þrátt fyrir að formlegri útgáfu þeirra hafi verið hætt árið 2020 hjá Póstinum. Tímamótin fyrir þremur árum voru merkileg í ljósti þess að útgáfa frímerkja hófst hér á landi árið 1873.

Þótt útgáfu frímerkjanna hafi verið hætt er enn hægt að nálgast þau á vefsíðu Póstsins, stamps.postur.is. Þar fer frímerkjasala fram og hægt að nálgast þar margs konar fróðleik um frímerki.

„Enn er mikil sala,“ segir Sigríður Ástmundsdóttir, fulltrúi frímerkjasölunnar hjá Póstinum, aðspurð hvort dregið hafi úr sölu frímerkja. Segir hún frímerkjamenninguna alls ekki að deyja út og það sé alltaf jafn gaman þegar fólk noti frímerkin.

Safnarar á fullu

Bréfapóstur hefur dregist mikið saman en Sigríður segir almenning, fyrirtæki og safnara festa kaup á frímerkjunum. Erlendir frímerkjasafnarar eru þó þeir sem hafa hvað mestan áhuga.

Sigríður segir safnara marga hverja telja frímerkin einkar falleg og áhugi þeirra hafi jafnvel laðað þá alla leið til landsins svo þeir geti barið augum íslensku kennileitin sem skreyta frímerkin.

Frímerkin geta því talist góð landkynning fyrir Ísland.
elisa@mbl.is