Trommuleikari Josh Freese í ham.
Trommuleikari Josh Freese í ham. — AFP/Andrew Toth
Liðsmenn hljómsveitarinnar Foo Fighters hafa upplýst að trymbillinn Josh Freese kemur í stað Taylors Hawkins, sem féll skyndilega frá á tónleikaferðalagi sveitarinnar í maí á síðasta ári. Sveitin undirbýr nú heilmikið tónleikaferðalag sem verður það fyrsta síðan Hawkins lést

Liðsmenn hljómsveitarinnar Foo Fighters hafa upplýst að trymbillinn Josh Freese kemur í stað Taylors Hawkins, sem féll skyndilega frá á tónleikaferðalagi sveitarinnar í maí á síðasta ári.

Sveitin undirbýr nú heilmikið tónleikaferðalag sem verður það fyrsta síðan Hawkins lést. Það hefst með tónleikum í New Hampshire 24. maí.

Samkvæmt frétt Variety er Freese einn besti trymbill samtímans, enda sé hann einstaklega fjölhæfur og búi yfir mikilli reynslu sem nýtist hjá Foo Fighters.

Freese hefur áður leikið með hljómsveitum á borð við Guns N’ Roses, Nine Inch Nails, Paramore og Devo. Sá orðrómur hafði verið á kreiki um nokkurt skeið að hann myndi ganga til liðs við Foo Fighters, ekki síst eftir að hann dró sig út úr áður skipulögðum verkefnum með The Offspring og Danny Elfman.

Engu að síður höfðu ýmsir verið orðaðir sem eftirmenn Hawkins. Þeirra á meðal voru Matt Cameron úr Pearl Jam og Rufus Taylor, sonur Rogers Taylors trommuleikara Queen.