— Morgunblaðið/Eggert
Mug­i­son mun ferðast með tónlist sína víða á nokkuð óvenju­lega staði á land­inu í sum­ar, en hann mun meðal ann­ars spila í Stuðlagili í Efri-Jök­ul­dal og Stór­urð í ná­lægð við Borg­ar­fjörð eystra

Mug­i­son mun ferðast með tónlist sína víða á nokkuð óvenju­lega staði á land­inu í sum­ar, en hann mun meðal ann­ars spila í Stuðlagili í Efri-Jök­ul­dal og Stór­urð í ná­lægð við Borg­ar­fjörð eystra. Er hann þar með að fylgja draumi sem hann hef­ur haft lengi en átt í erfiðleik­um með að fram­kvæma.

Hann mætti í Ísland vakn­ar á dög­un­um og ræddi tón­leik­ana við þau Krist­ínu Sif og Þór Bær­ing.

„Hvort sem það er rign­ing eða ekki rign­ing. Þetta verður bara að ger­ast,“ sagði tónlistarmaðurinn.