Ellefu Rúnar Kárason brýst í gegnum vörn Hauka á Ásvöllum í gær.
Ellefu Rúnar Kárason brýst í gegnum vörn Hauka á Ásvöllum í gær. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Við vorum í svolitlum vandræðum í sókninni. Mér fannst við koma svolítið betur til leiks en í síðasta leik. Við vorum hreyfanlegri en Haukarnir komu með allt sem þeir áttu og gerðu það vel, þetta er rosa gott lið

„Við vorum í svolitlum vandræðum í sókninni. Mér fannst við koma svolítið betur til leiks en í síðasta leik. Við vorum hreyfanlegri en Haukarnir komu með allt sem þeir áttu og gerðu það vel, þetta er rosa gott lið.

Við vorum smá tíma að snúa þessu okkur í vil en þegar leið á leikinn urðum við þolinmóðari og markvissari og það byrjaði að draga af þeim. En þetta var hörkuleikur og það er líka heppni í þessu. Mér fannst við gera þetta vel og halda haus vel. Þeir fóru að drífa sig aðeins og við gengum á lagið,“ sagði Rúnar Kárason stórskytta ÍBV í samtali við Morgunblaðið eftir sigurinn á ÍBV í gærkvöld.

Hann skoraði 11 mörk í leiknum og var að vonum sáttur við það.

„Já, já, það er alltaf gaman þegar hlutirnir ganga vel. Ég var líka kannski aðeins agaðri en í síðasta leik þar sem ég var fullbráður á köflum. Ég náði að láta leikinn koma til mín frekar en að þvinga það fram,“ sagði Rúnar einnig.