Fortíðarþrá Það er af sem áður var þegar fólk gat byggt sitt eigið hús í dauða tímanum.
Fortíðarþrá Það er af sem áður var þegar fólk gat byggt sitt eigið hús í dauða tímanum.
Það mætti e.t.v rifja upp að fyrir ekki alllöngu voru húsnæðismál ekki neitt stórvandamál ungs fólks sem var að hasla sér völl. Menn fengu sér einfaldlega lóð og byrjuðu að grafa fyrir grunni. Síðan var gengið í það að slá upp og steypa með góðan…

Það mætti e.t.v rifja upp að fyrir ekki alllöngu voru húsnæðismál ekki neitt stórvandamál ungs fólks sem var að hasla sér völl.

Menn fengu sér einfaldlega lóð og byrjuðu að grafa fyrir grunni.

Síðan var gengið í það að slá upp og steypa með góðan smið í bakhöndinni og granna og kunningja sem hjálpuðust að í skiptivinnu. Margar helgar og björt sumarkvöld nýttust þannig öllum til góðs og mörg konan varð fræg fyrir móta- og naglhreinsun með fiskisvuntu og skuplu.

Þá var gott að þekkja rafvirkja og fleiri iðnaðarmenn til að fullkomna verkið.

Mörg sveitarfélög eru svona uppbyggð í öndverðu, eins og Selfoss,

Kópavogur og Garðabær ásamt nýjum hverfum í Reykjavík.

Uppbyggingin í Breiðholti var aftur á móti félagslegt stórvirki sem létti mjög þrýstingi af markaðinum.

En það er eftirsjá að þeim tíma þar sem unga fólkinu var treyst til að koma þaki yfir höfuðið með eigin krafti og hjálp vinveittra banka sem skildu sitt hlutverk.

Sunnlendingur