Einir Einiþúfa sem myndast hefur sunnarlega á Hólasandi.
Einir Einiþúfa sem myndast hefur sunnarlega á Hólasandi. — Ljósmynd/Pétur Halldórsson
Sérfræðingur í viðarfræði telur líklegt að einir sem fannst á Hólasandi sé um 280 ára gamall. Aldurinn var fenginn með því að telja árhringi í dauðum kvisti sem fannst við einiþúfu sunnarlega á Hólasandi

Sérfræðingur í viðarfræði telur líklegt að einir sem fannst á Hólasandi sé um 280 ára gamall. Aldurinn var fenginn með því að telja árhringi í dauðum kvisti sem fannst við einiþúfu sunnarlega á Hólasandi.

Fram kemur á heimasíðu Skógræktarinnar að Ólafur Eggertsson sérfræðingur á Mógilsá, rannsóknarsviði Skógræktarinnar, sérhæfi sig í viðarfræði og árhringjarannsóknum og vann hann að rannsókninni í samvinnu við Landgræðsluna. Svo telja mætti árhringina þurfti að stækka þversviðið mikið og er til þess notuð víðsjá. Telja mátti með vissu 250 árhringi en þó má líklega bæta áratugum við þá tölu og þar af leiðandi er áætlað að einirinn sé um 280 ára gamall.

Einir vex einna helst í mólendi, hraunum, kjarri og brekkubrúnum hér á landi. Yfirleitt er hann 30-120 sentímetrar á hæð og jarðlægur. Þó hefur honum tekist að ná meiri hæð til að mynda í Þórsmörk og Fnjóskadal, vegna hlýnandi veðurfars hér á landi.

Efnasamsetningar í andrúmsloftinu á hverjum tíma í sögunni, veðurfar og fleira er meðal þess sem lesa má úr mikilvægum upplýsingum árhringjatímatala, að sögn Skógræktarinnar.