Hluti af flota Skinneyjar-Þinganess, ísfisktogararnir Steinunn og Skinney og uppsjávarskipið Ásgrímur Halldórsson í bakgrunni við bryggju á Höfn.
Hluti af flota Skinneyjar-Þinganess, ísfisktogararnir Steinunn og Skinney og uppsjávarskipið Ásgrímur Halldórsson í bakgrunni við bryggju á Höfn. — Morgunblaðið/Ómar
Sjávarútvegsfélagið Skinney-Þinganes hagnaðist í fyrra um 2,7 milljarða króna, sem er sambærilegur hagnaður og árið áður. Tekjur félagsins námu á árinu um 16,7 milljörðum króna og jukust um 3,4 milljarða króna á milli ára, eða um 26%

Sjávarútvegsfélagið Skinney-Þinganes hagnaðist í fyrra um 2,7 milljarða króna, sem er sambærilegur hagnaður og árið áður. Tekjur félagsins námu á árinu um 16,7 milljörðum króna og jukust um 3,4 milljarða króna á milli ára, eða um 26%. Rekstrarkostnaður nam um 12,3 milljörðum króna og jókst um 2,2 milljarða á milli ára. Eigið fé félagsins var í árslok um 16,3 milljarðar króna. Rekstrarhagnaður félagsins nam um 4,4 milljörðum króna fyrir skatta og fjármagnsgjöld. Félagið greiddi um 570 milljónir króna í tekjuskatt fyrir árið. Enginn arður var greiddur til eigenda fyrir árið.

Skinney-Þinganes er með höfuð­stöðvar á Höfn í Hornafirði. Á aðalfundi félagsins í apríl sl. var ný stjórn félgsins kjörin. Konur skipa nú meirihluta stjórnar í fyrsta sinn, eftir að Elín Arna Gunnarsdóttir kom ný inn í stjórn og tók við sæti föður síns, Gunnars Ásgeirssonar.