Stuð Hluti kórsins sem kemur fram á tónleikum í Norðurljósum í kvöld.
Stuð Hluti kórsins sem kemur fram á tónleikum í Norðurljósum í kvöld.
Goðsagnir II – Á ystu nöf er yfirskrift tónleika sem kórinn Vocal Project heldur í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Fimm ár eru síðan kórinn hélt tónleika þar sem efnisskráin var helguð goðsögnum poppkúltúrsins og nú er komið að framhaldstónleikum

Goðsagnir II – Á ystu nöf er yfirskrift tónleika sem kórinn Vocal Project heldur í Norðurljósum Hörpu annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Fimm ár eru síðan kórinn hélt tónleika þar sem efnisskráin var helguð goðsögnum poppkúltúrsins og nú er komið að framhaldstónleikum.

„Dolly Parton, Whitney ­Houston, Guns N' Roses, Led Zeppelin, Elton John og fleiri góðkunningjar pabbarokkara og diskódíva rötuðu á efnisskrána í ár og verða lög þeirra flutt við undirleik húsbandsins, sem að þessu sinni er skipað Guðmundi Stefáni Þorvaldssyni á gítar, Sam Pegg á bassa, Kjartani Valdemarssyni á hljómborð og Jóni Geir Jóhannssyni á trommur. Stjórnandi er sem fyrr Gunnar Ben, sem er Mývetningur, óbóeigandi og flytjandi þjóðlagametals í hjáverkum,“ segir í kynningu.

„Vocal Project hefur átt velgengni að fagna undanfarin misseri og skemmst er að minnast hlutverksins í auglýsingunni Það má ekkert lengur fyrir VIRK, sem hlaut einmitt verðlaun á Lúðrinum, uppskeruhátíð auglýsingabransans, fyrir skemmstu. Margrét Dórothea Jónsdóttir forman kórsins segir að það þurfi bæði aga, smá flipp og svo einstaklega gott geðslag til þess að ná að mynda jafn góða liðsheild og kórinn býr yfir og öll leggist á eitt, sem skilar sér í þeim samhljómi sem kórinn býr yfir.“ Miðar fást á tix.is og á harpa.is.