Par Ástrún Friðbjörnsdóttir og Ívar Símonarson hafa spilað saman í 18 ár.
Par Ástrún Friðbjörnsdóttir og Ívar Símonarson hafa spilað saman í 18 ár.
Ástrún Friðbjörnsdóttir, söngkona og lagahöfundur, og Ívar Símonarson gítarleikari fagna útgáfu EP-plötunnar Sandkorn með tónleikum í…

Ástrún Friðbjörnsdóttir, söngkona og lagahöfundur, og Ívar Símonarson gítarleikari fagna útgáfu EP-plötunnar Sandkorn með tónleikum í Fríkirkjunni í kvöld, miðvikudag, kl. 20. „Lög og textar eru eftir Ástrúnu en Ívar er meðhöfundur í einu lagi auk þess sem hann spilar á gítar. Lögin voru tekin upp í Stúdíói Bambus af Stefáni Erni Gunnlaugssyni og hann spilaði á píanó og hljóðgervil. Ívar og Ástrún eru hjón og hafa spilað saman í 18 ár. Þegar eldri sonur þeirra veiktist alvarlega árið 2017 þurfti Ástrún að hætta að vinna til að annast soninn. Þá urðu þessi lög til,“ segir í viðburðarkynningu. Aðgangur er ókeypis.