Félagar Andrés Þór, Agnar Már, Jóel og Scott leika hjá Múlanum í kvöld
Félagar Andrés Þór, Agnar Már, Jóel og Scott leika hjá Múlanum í kvöld
ASA tríó og saxófónleikarinn Jóel Pálsson koma fram á Jazzklúbbi Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Leikið verður efni af plötunni Another Time sem þeir gáfu út í fyrra

ASA tríó og saxófónleikarinn Jóel Pálsson koma fram á Jazzklúbbi Múlans á Björtuloftum Hörpu í kvöld kl. 20. Leikið verður efni af plötunni Another Time sem þeir gáfu út í fyrra.

Platan, sem nýverið hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem djasshljómplata ársins, var hljóðrituð snemma árs 2020 þegar allt lá í dvala í samfélaginu. Tónlistin samanstendur af verkum eftir alla meðlimi hljómsveitarinnar og er sérstaklega samin fyrir þetta verkefni. Tríóið skipa Andrés Þór á gítar, Agnar Már Magnússon á orgel og hljómborð og Scott McLemore á trommur. Miðar fást á harpa.is og tix.is.