<strong>Covid-19</strong> Lítið er um alvarleg tilvik.
Covid-19 Lítið er um alvarleg tilvik. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Covid-19-smit greinast enn reglulega hér á landi að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Undanfarnar vikur hafa þó greinist fá smit í opinberum prófum sem send eru til greiningar á rannsóknarstofu, eða um 10-16 smit á viku

Covid-19-smit greinast enn reglulega hér á landi að sögn Guðrúnar Aspelund sóttvarnalæknis. Undanfarnar vikur hafa þó greinist fá smit í opinberum prófum sem send eru til greiningar á rannsóknarstofu, eða um 10-16 smit á viku.

Með opinberum prófum er átt við sýni sem tekin eru á heilsugæslu og sjúkrahúsum ef talið er tilefni til þess, eins og gert er við aðrar rannsóknir til greiningar á sjúkdómum. Tíðni smita sem greinast í heimaprófum og sjálfsprófum er ekki vituð.

Síðast var greint frá fjölda öndunarfærasýkinga og Covid-19-smita í lok apríl, en þá voru fáir innliggjandi vegna slíkra veikinda. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá embætti sóttvarnalæknis er ástandið óbreytt í dag. mist@mbl.is