Útlitsteikning Risastór gluggi á kirkjuskipinu, með útsýni til fjallahringsins, verður einskonar altaristafla kirkjuhluta Sæmundarstofu.
Útlitsteikning Risastór gluggi á kirkjuskipinu, með útsýni til fjallahringsins, verður einskonar altaristafla kirkjuhluta Sæmundarstofu.
Tillaga að Sæmundarstofu í Odda á Rangárvöllum var kynnt á Oddastefnu sem fram fór um helgina. Byggingin er hugsuð sem menningarmiðja héraðsins með fjölnota sölum fyrir almenning, veislu- og sýningarsal, auk þess að vera miðstöð rannsókna og fræða í nafni Sæmundar fróða

Tillaga að Sæmundarstofu í Odda á Rangárvöllum var kynnt á Oddastefnu sem fram fór um helgina. Byggingin er hugsuð sem menningarmiðja héraðsins með fjölnota sölum fyrir almenning, veislu- og sýningarsal, auk þess að vera miðstöð rannsókna og fræða í nafni Sæmundar fróða. Stærsti salurinn, kirkjuskip byggingarinnar, getur með stækkun tekið allt að 500 manns í sæti auk þess að vera tónleikasalur þar sem fullskipuð sinfóníuhljómsveit getur komið fram. Oddafélagið leggur til að stofnað verði sjálfseignarfélag um uppbygginguna. Það taki við þeim undirbúningi sem áhugamannafélagið hefur unnið að. Vonast er eftir þátttöku ráðuneytis menningarmála, sveitarfélaganna, þjóðkirkjunnar, Háskóla Íslands og ferðaþjónustunnar. » 10