Kórinn Guðmunda Brynja Óladóttir framherji HK með Evu Rut Ásþórsdóttur fyrirliða Fylkis á hælunum í leiknum í gærkvöld.
Kórinn Guðmunda Brynja Óladóttir framherji HK með Evu Rut Ásþórsdóttur fyrirliða Fylkis á hælunum í leiknum í gærkvöld. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
HK sigraði Fylki, 1:0, í gærkvöld í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti 1. deildar kvenna í fótbolta í Kórnum í Kópavogi. Isabella Eva Aradóttir fyrirliði HK skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik með skalla eftir hornspyrnu frá Emily Sands

HK sigraði Fylki, 1:0, í gærkvöld í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti 1. deildar kvenna í fótbolta í Kórnum í Kópavogi.

Isabella Eva Aradóttir fyrirliði HK skoraði sigurmarkið um miðjan síðari hálfleik með skalla eftir hornspyrnu frá Emily Sands.

Kópavogsliðið er komið með 10 stig eftir fjóra leiki en er tveimur stigum á eftir Víkingi úr Reykjavík sem hefur unnið alla fjóra leiki sína og er með 12 stig.

Fylkir tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu og er í þriðja sætinu með stig.

Öðrum leikjum gærkvöldsins var frestað vegna veðurs og fjórðu umferð deildarinnar lýkur því í kvöld með þremur leikjum.