— Morgunblaðið/Hákon Pálsson
Útför Garðars Emanúels Cortes óperusöngvara var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Garðar fæddist 24. september 1940 í Reykjavík. Hann lést 14 maí sl. Séra Sigurður Arnarson jarðsöng. Óperukórinn í Reykjavík, fyrr og síðar, söng við útförina ásamt félögum úr Karlakór Kópavogs

Útför Garðars Emanúels Cortes óperusöngvara var gerð frá Hallgrímskirkju í gær. Garðar fæddist 24. september 1940 í Reykjavík. Hann lést 14 maí sl. Séra Sigurður Arnarson jarðsöng.

Óperukórinn í Reykjavík, fyrr og síðar, söng við útförina ásamt félögum úr Karlakór Kópavogs. Friðrik S. Kristinsson stjórnaði. Spilaðar voru tvær upptökur með Garðari; annars vegar lagið Stormur í flutningi hans og Jónasar Ingimundarsonar og hins vegar upptaka af flutningi Garðars og Krystynu Cortes, eftirlifandi eiginkonu hans, á laginu Sofðu, sofðu góði.

Líkmenn voru Jón Kristinn Cortez, Aron Axel Cortes, Garðar Thór Cortes, Kolbjörn Björgvinssonl, Svein Erik Sagbråten, Gunnar Reykfjörð, Ólafur Veigar Hrafnsson og Guðni Rafn Gunnarsson.