Norður ♠ Á743 ♥ 103 ♦ G9853 ♣ G6 Vestur ♠ G9 ♥ K52 ♦ 106 ♣ K87542 Austur ♠ K8652 ♥ G9764 ♦ – ♣ Á109 Suður ♠ D10 ♥ ÁD8 ♦ ÁKD742 ♣ D3 Suður spilar 3G

Norður

♠ Á743

♥ 103

♦ G9853

♣ G6

Vestur

♠ G9

♥ K52

♦ 106

♣ K87542

Austur

♠ K8652

♥ G9764

♦ –

♣ Á109

Suður

♠ D10

♥ ÁD8

♦ ÁKD742

♣ D3

Suður spilar 3G.

„Það verður að virða viljann fyrir verkið,“ segir Óskar ugla, fullur samúðar. Og því er ekki að neita að hugmynd Zia var góð þótt hún skilaði ekki tilætluðum árangri.

Spilið er frá vetrarleikunum í Tignes. Zia í austur með Geir Helgemo sem makker á móti Frökkunum Herve Vinciguerra og Philippe Soulet. Vinciguerra í suður opnaði á 2G og Soulet sýndi fjórlit í spaða 3♥. „Einhver frönsk útfærsla sem ég kann ekki skil á,“ segir Óskar. En gott og vel – þetta var tækifæri sem maður eins og Zia lætur sér ekki úr greipum ganga. Hann sá fyrir sér að andstæðingarnir væru á leið í 3G og doblaði til að benda á útspil. Ekki af því hjartað væri svo gott, endilega, heldur fyrst og fremst til að koma í veg fyrir tígulútspil.

Það fór eins og Zia bjóst við: Vinciguerra sagði 3G og Helgemo kom út með hjarta. Níu slagir.