Stórskotahríð heyrðist af og til í Kartúm, höfuðborg Súdans, í gær, þrátt fyrir að vopnahlé hefði tekið gildi nóttina áður. Íbúar borgarinnar sögðu þó að dregið hefði mjög úr bardögum eftir að vopnahléið tók gildi, en Bandaríkjastjórn og Sádi-Arabía höfðu milligöngu um það

Stórskotahríð heyrðist af og til í Kartúm, höfuðborg Súdans, í gær, þrátt fyrir að vopnahlé hefði tekið gildi nóttina áður. Íbúar borgarinnar sögðu þó að dregið hefði mjög úr bardögum eftir að vopnahléið tók gildi, en Bandaríkjastjórn og Sádi-Arabía höfðu milligöngu um það.

Þá var einnig meiri ró yfir Darfúr-héraði, en harðir bardagar hafa geisað þar á milli stjórnarhersins og RSF-sveitanna. Fimm vikur eru nú liðnar frá því að Mohamed Hamdan Daglo, yfirmaður RSF-sveitanna, reyndi valdarán í Súdan og hafa rúmlega 1.000 fallið í átökunum.