Skattar eru víða óvinsælir. Fólkinu er fyrir löngu orðið ljóst að fátt bendir til að „hið opinbera“ sé hæfara til þess að verja betur stórum hluta þess fjár sem það þrælar fyrir. En skattar eru þó misóvinsælir, þótt fáir þeirra njóti vinsælda að ráði.

Skattar eru víða óvinsælir. Fólkinu er fyrir löngu orðið ljóst að fátt bendir til að „hið opinbera“ sé hæfara til þess að verja betur stórum hluta þess fjár sem það þrælar fyrir. En skattar eru þó misóvinsælir, þótt fáir þeirra njóti vinsælda að ráði.

Nýleg skoðanakönnun í Bretlandi sýndi óvinsælustu einstöku skattpíningarnar. Skylduáskrift að BBC (RÚV) sló alla aðra skatta út og trónaði í efsta sæti óvinsældanna. Því næst komu eldsneytisgjöld, enda þegar orðin erfið þótt skattar bættust ekki á.

Í þriðja lagi voru erfðafjárskattar. Almenningur skilur að það fyrirbæri er ekki skattur heldur eignaupptaka. Eldri kynslóðin þrælar og sparar og borgar tekjuskatta af tekjum sem það fær áður en hægt er að leggja fyrir eða kaupa litla íbúð. En ríkinu þykir sanngjarnt að það erfi „hinn látna“ en ekki afkomendur, þótt „líkið“ hafi verið skattlagt upp í rjáfur alla ævina.

Útsvar er næst í óvinsældum og svo „stimpilgjöld“. Fólk beið í biðröðum til að fá rétt sem það átti og var svo skattað á leiðinni út. Lestina rak og var minna hatað en hitt: Virðisaukaskattur, flugvallaskattar, tryggingagjald og álag á alkóhól.

Það þótti huggun harmi gegn að geta drukkið af sér ónotin.