Um 30 friðargæsluliðar í Kósovó á vegum NATO særðust þegar serbneskur múgur réðist á þá í borginni Zvecan í gær. Serbum er heitt í hamsi eftir að albanskir frambjóðendur náðu kjöri með sárafáum atkvæðum í sveitarstjórnarkosningum í apríl í borgum í…
Um 30 friðargæsluliðar í Kósovó á vegum NATO særðust þegar serbneskur múgur réðist á þá í borginni Zvecan í gær.
Serbum er heitt í hamsi eftir að albanskir frambjóðendur náðu kjöri með sárafáum atkvæðum í sveitarstjórnarkosningum í apríl í borgum í norðurhluta landsins, þar sem Serbar eru í meirihluta. Serbar sniðgengu kosningarnar, en þjóðernisrígur hefur þar aukist mikið að undanförnu.