Mannasiðir Fólk þarf að kunna sig.
Mannasiðir Fólk þarf að kunna sig.
Þegar hleypt er heimdraganum, þótt ekki sé nema nokkrar vikur, finnur maður mun á framkomu landans og margra annarra þjóða. Bretar eru í sérflokki í kurteisi og hliðra sífellt til með bros á vör, þakka fyrir og bjóða ókunnugu fólki góðan dag í lyftunni eða á stoppistöð

Þegar hleypt er heimdraganum, þótt ekki sé nema nokkrar vikur, finnur maður mun á framkomu landans og margra annarra þjóða.

Bretar eru í sérflokki í kurteisi og hliðra sífellt til með bros á vör, þakka fyrir og bjóða ókunnugu fólki góðan dag í lyftunni eða á stoppistöð.

Þjóðverjar eru í öðru sæti, þótt þeirra kurteisi sé ögn stífari og þeir hleypi ókunnugum ekki mjög nærri sér.

Þetta finnst manni alveg eðlilegt í útlandinu en verður svo undrandi við heimkomuna.

Í Keflavík, við færibandið, er hver í sínum heimi. Enginn tekur minnsta tillit til þess hvort einhver sé að baksa við að leita að tösku eða komast burt með þrjár töskur á vagni. Það er staðið þvers og kruss og enginn hreyfir sig til að liðka fyrir öðrum. Með leyfi, þá minnir hópurinn á staðar kýr í grindafjósi.

Þegar komið er í flugrútuna til Reykjavíkur líta fáir upp þegar reynt er að gottkvölda og þeir sem lyfta höfði eru steinhissa yfir svona furðulegheitum. Þá leikur enginn vafi á að maður er kominn heim.

Sunnlendingur