Norður ♠ K107632 ♥ 94 ♦ Á53 ♣ 107 Vestur ♠ G84 ♥ 862 ♦ K8762 ♣ 63 Austur ♠ D95 ♥ 1073 ♦ G10 ♣ KG842 Suður ♠ Á ♥ ÁKDG5 ♦ D64 ♣ ÁD95 Suður spilar 6G

Norður

♠ K107632

♥ 94

♦ Á53

♣ 107

Vestur

♠ G84

♥ 862

♦ K8762

♣ 63

Austur

♠ D95

♥ 1073

♦ G10

♣ KG842

Suður

♠ Á

♥ ÁKDG5

♦ D64

♣ ÁD95

Suður spilar 6G.

Norðurljósaklúbbur Vigfúsar Pálssonar spilar á Real Bridge þrisvar í viku – einn og sér á sunnudögum, en í samstarfi við Milton Keynes Bridge Club á miðvikudögum og föstudögum. Vigfús fylgist vel með sínu fólki, ekki síst í stóru spilunum þegar allt er undir.

„Ingibjörg Halldórsdóttir lætur ekki deigan síga þótt útlitið sé svart,“ skrifar Vigfús í tölvupósti, en Ingibjörg varð sagnhafi í harðri grandslemmu í keppni hjá enska klúbbnum nýlega. Útspilið var tígull og Ingibjörg fékk fyrsta slaginn á drottninguna heima. Birti þá heldur til þótt enn vantaði tvo slagi.

Ingibjörg tók fimm slagi á hjarta og austur henti tveimur laufum. Það var einu laufi of mikið. Ingibjörg tók á spaðaás og spilaði litlu laufi á tíu blinds og gosa austurs. Notaði svo innkomuna á tígulás til að taka á spaðakóng og svína í laufinu. Tólf slagir.