„Við fáum peysurnar í fyrramálið [í dag] og förum þá beint í skólana til að gefa skólabörnunum þær,“ segir Pétur R. Pétursson, leiðbeinandi hjá Samvinnu, en nemendur hans hafa safnað um tveimur milljónum króna fyrir sérstakt átak gegn einelti

„Við fáum peysurnar í fyrramálið [í dag] og förum þá beint í skólana til að gefa skólabörnunum þær,“ segir Pétur R. Pétursson, leiðbeinandi hjá Samvinnu, en nemendur hans hafa safnað um tveimur milljónum króna fyrir sérstakt átak gegn einelti. Nemendurnir færa öllum tólf ára börnum á Suðurnesjum hettupeysu með slagorðinu: Stoppum einelti, og er markmiðið að vekja athygli á þessu samfélagsmeini og reyna að gera börnin meðvituð um afleiðingar eineltis.