Útkall Telur að viðbragðstími gæti styst með mótvægisaðgerðum.
Útkall Telur að viðbragðstími gæti styst með mótvægisaðgerðum. — Morgunblaðið/Ómar
Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins telur ekki þörf á slökkvistöð í eða við fyrirhugað nýtt hverfi í Skerjafirði og segir að með mótvægisaðgerðum muni viðbragðstími jafnvel styttast

Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins telur ekki þörf á slökkvistöð í eða við fyrirhugað nýtt hverfi í Skerjafirði og segir að með mótvægisaðgerðum muni viðbragðstími jafnvel styttast.

„Auðvitað eru álagstímar þegar umferðin er mikil og með nýju hverfi má gera ráð fyrir lengri útkallstímum. Aftur á móti er hugsuð þarna mótvægisaðgerð,“ segir Birgir og bætir við að þarna komi framkvæmdavegur við endann á flugbrautinni, sem muni tengjast Nauthólsveginum og borgarlínunni sem kemur yfir Fossvogsbrúna. „Ég held meira að segja að ef við fáum þessa tengingu við enda flugbrautarinnar þá muni viðbragðstíminn jafnvel lagast,“ segir hann.

Er engin ástæða til að setja slökkvistöð þarna?

„Nei. Þetta er ekki eina hverfið. Víða er verið að skoða þróun byggðarinnar og staðsetningu slökkvistöðva.“ hng@mbl.is