Spilað Alda Guðnadóttir og Arngunnur Jónsdóttir spila við Noreg.
Spilað Alda Guðnadóttir og Arngunnur Jónsdóttir spila við Noreg.
Lokadagurinn á Norðurlandamótinu í brids í gær gekk ekki sem best hjá íslensku liðunum en þó betur í kvennaflokknum en í opna flokknum. Liðið í opna flokknum var í öðru sæti þegar spilamennskan hófst í gær en tapaði öllum fjórum leikjum sínum og féll niður í 5

Lokadagurinn á Norðurlandamótinu í brids í gær gekk ekki sem best hjá íslensku liðunum en þó betur í kvennaflokknum en í opna flokknum.

Liðið í opna flokknum var í öðru sæti þegar spilamennskan hófst í gær en tapaði öllum fjórum leikjum sínum og féll niður í 5. sæti. Norðmenn stóðu uppi sem nokkuð öruggir sigurvegarar. Jón Baldursson og Sigurbjörn Haraldsson voru samt í efsta sæti þegar tvímenningsskor hvers pars var reiknað út í mótslok.

Íslenska kvennaliðið byrjaði daginn á því að vinna Norðmenn en tapaði hinum þremur leikjunum, þeim síðasta naumlega fyrir Finnum og lauk mótinu í 4. sæti. A-lið Svíþjóðar hafði nokkra yfirburði í kvennaflokknum.