Hljómsveitin Greensky Bluegrass.
Hljómsveitin Greensky Bluegrass.
Bandaríska hljómsveitin Greensky Bluegrass leikur á þrennum tónleikum í Eldborg í Hörpu um helgina, þ.e. á laugardag, sunnudag og mánudag. „Hljómsveitin hefur verið starfandi í meira en 20 ár og á stóran og dyggan hóp aðdáenda um allan heim,…

Bandaríska hljómsveitin Greensky Bluegrass leikur á þrennum tónleikum í Eldborg í Hörpu um helgina, þ.e. á laugardag, sunnudag og mánudag. „Hljómsveitin hefur verið starfandi í meira en 20 ár og á stóran og dyggan hóp aðdáenda um allan heim, og hluti af þeim kemur til Íslands til að taka þátt í og upplifa þriggja daga veislu með uppáhaldshljómsveitinni sinni í þessu frábæra tónleikahúsi sem Harpa er,“ segir í viðburðarkynningu.

Þar kemur fram að hljómsveitin Fruition frá Portland í Oregon hiti upp öll kvöldin, auk þess sem píanóleikarinn Holly Bowling kemur fram sem gestur með Greensky Bluegrass ásamt því að spila sína eigin sólótónleika á Björtuloftum Hörpu í kvöld, föstudagskvöld. Þessu til viðbótar spila hljómsveitirnar Neighbor og Lil Smokies frá Bandaríkjunum í Iðnó á laugardags- og sunnudagskvöld. „Það er veisla og ekkert annað fram undan í Reykjavík fyrir áhugafólk um vel spilaða akústíska músík, folk, kántrí, jam og bluegrass.“ Miðar fást á tix.is.