Norður ♠ 3 ♥ K9652 ♦ 42 ♣ KG872 Vestur ♠ D2 ♥ D103 ♦ ÁKG1097 ♣ Á3 Austur ♠ 1085 ♥ 876 ♦ 8653 ♣ D109 Suður ♠ ÁKG9764 ♥ ÁG ♦ D ♣ 654 Suður spilar 4♠

Norður

♠ 3

♥ K9652

♦ 42

♣ KG872

Vestur

♠ D2

♥ D103

♦ ÁKG1097

♣ Á3

Austur

♠ 1085

♥ 876

♦ 8653

♣ D109

Suður

♠ ÁKG9764

♥ ÁG

♦ D

♣ 654

Suður spilar 4♠.

Tvær áætlanir koma til greina í 4♠ og leiðir önnur til vinnings, hin til taps. Spilið er frá fyrstu umferð Norðurlandamótsins í Örebro og yfirleitt hóf vestur vörnina með tígulás og -kóng.

Vinningsleiðin: Taka ♠ÁK. Ef drottningin fellur ekki er planið að fría hjartað með ás-kóng og stungu og hitta svo í laufið. Hér fellur drottningin önnur og þá er framhaldið spurning um yfirslag.

Tapleiðin: Fara inn í borð á hjartakóng og svína spaðagosa. Það er besta íferðin í litinn, enda drottningin líklegri til að vera þriðja í austur en önnur í vestur. En á móti kemur að aukasénsinn er enginn.

Hvor leiðin er betri? Ekki gott að segja, en af þeim níu sagnhöfum sem spiluðu 4♠ (í opnum flokki og kvennaflokki) fóru sex niður. Það segir kannski einhverja sögu.