Varnir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, vill Svía inn.
Varnir Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, vill Svía inn. — AFP
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), mun á næstunni ferðast til Tyrklands þar sem hann mun eiga fund með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. Tilgangur fundarins er að ræða aðildarumsókn Svíþjóðar að…

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), mun á næstunni ferðast til Tyrklands þar sem hann mun eiga fund með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta. Tilgangur fundarins er að ræða aðildarumsókn Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu, en Tyrkir og Ungverjar hafa tafið inngöngu Svía í varnarbandalagið.

Á fundi utanríkisráðherra aðildarríkja NATO í Ósló sagðist Stoltenberg brátt myndu ferðast til Ankara „til að halda áfram viðræðum um hraða inngöngu Svíþjóðar“.

Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, segir nú mikilvægt að Tyrkland láti af andstöðu sinni í garð Svíþjóðar. Erdogan sé nú nýbúinn að tryggja sér áframhaldandi stjórn og því sé kjörið að hann leggi nú blessun sína yfir aðildarumsóknina. Það hafi Tyrkland gert í tilfelli Finnlands í mars sl. Þá segjast utanríkisráðherrarnir vongóðir um að Svíþjóð verði orðin hluti af NATO fyrir fundinn í Vilníus í júlí nk.