Kompaní Bogi Nils í samtali við Stefán Einar Stefánsson blaðamann.
Kompaní Bogi Nils í samtali við Stefán Einar Stefánsson blaðamann. — Morgunblaðið/Eggert
Taka þyrfti upp gjaldtöku í auknum mæli í stað þess að heimta komugjöld af ferðamönnum við komuna til landsins. Þetta sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair m.a. á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og Mbl.is, í gærmorgun

Taka þyrfti upp gjaldtöku í auknum mæli í stað þess að heimta komugjöld af ferðamönnum við komuna til landsins.

Þetta sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair m.a. á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og Mbl.is, í gærmorgun. Taldi hann mikilvægt að álagsstýra ferðamannastöðum á Íslandi með betri hætti.

„Ferðaþjónustan er mikilvægasta útflutningsgrein landsins og við verðum að vanda okkur til að vöxturinn verði sjálfbær,“ sagði Bogi Nils. Þá sagði hann það ekki ganga til lengdar að þorri ferðamanna færi einungis um suðvesturhorn landsins í júlí og ágúst. » 9