Í nýjustu orðabók þýðir sögnin að forfæra aðeins að fleka. En hún var lengi notuð um það að flytja e-ð til, færa til um skamman veg, og sást fyrir nokkru í frétt er flytja átti til farm í skipi svo að það hallaðist ekki

Í nýjustu orðabók þýðir sögnin að forfæra aðeins að fleka. En hún var lengi notuð um það að flytja e-ð til, færa til um skamman veg, og sást fyrir nokkru í frétt er flytja átti til farm í skipi svo að það hallaðist ekki. Tíminn ´82: „Það er eins og líf bílasalans snúist bara um það að forfæra bíla“ – færa þá til á planinu.