Spjall Bogi Nils Bogason fór yfir ýmislegt í flugrekstrinum með Stefáni Einari Stefánssyni spyrli.
Spjall Bogi Nils Bogason fór yfir ýmislegt í flugrekstrinum með Stefáni Einari Stefánssyni spyrli. — Morgunblaðið/Eggert
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og Mbl.is, í gærmorgun að mikilvægt væri að álagsstýra ferðamannastöðum á Íslandi með betri hætti

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði á morgunverðarfundi Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og Mbl.is, í gærmorgun að mikilvægt væri að álagsstýra ferðamannastöðum á Íslandi með betri hætti. Taka þyrfti upp gjaldtöku í auknum mæli í stað þess að heimta komugjöld af ferðamönnum við komuna til landsins. „Ferðaþjónustan er mikilvægasta útflutningsgrein landsins og við verðum að vanda okkur til að vöxturinn verði sjálfbær,“ sagði Bogi.

Hann sagði það ekki ganga upp til lengdar að þorri ferðamanna færi einungis um suðvesturhorn landsins í júlí og ágúst. „Ferðamenn verða að fara meira um landið og það er mjög mikilvægt að koma upp álagsstýringu. Við höfum talað fyrir því mjög lengi. Ferðaþjónustan snýst ekki um fjöldann sem hingað kemur heldur hverju ferðamennirnir skila. Í þessu verður að vera skýr stefna. Við verðum að passa að upplifun fólks verði góð og það er fljótt að spyrjast út ef svo er ekki.“

Gengið vel hjá Bláa lóninu

Nefndi Bogi sem dæmi hve vel hefur tekist til hjá Bláa lóninu að tekjustýra aðganginum að staðnum, þar sem ákveðinn fjöldi kemst inn á hverjum tíma. Það sama ætti að vera hægt að gera við Gullfoss til dæmis, og hafa dýrara að skoða fossinn þegar mest ásókn er en ódýrara í desember t.d. þegar færri eru á ferðinni.

Höf.: Þóroddur Bjarnason