Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í kvöld kl. 20. Þetta eru Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins

Þrjár sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri í kvöld kl. 20. Þetta eru Samsýning norðlenskra myndlistarmanna – Afmæli, Ásmundur Ásmundsson – Myrkvi, og Inga Lísa Middleton – Hafið á öld mannsins. Boðið verður upp á listamannaspjall með Ásmundi og Ingu Lísu kl. 21 og er stjórnandi Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins. Sýningin Afmæli vísar til þess að safnið fagnar 30 ára afmæli í ár. Dómnefnd valdi verk úr innsendum tillögum listamanna sem búa á Norðurlandi eða hafa sérstaka tengingu við svæðið. Meðal sýnenda eru Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Baldvin Ringsted og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Í verkum sínum á sýningunni Myrkva varpar Ásmundur „ljósi á það sem liggur á bak við stýrandi afl myndmálsins og afhjúpar hugmyndafræði og valdastrúktúra sem liggja til grundvallar okkar samfélagsgerð“, eins og segir í tilkynningu.