Norður ♠ 732 ♥ DG10872 ♦ 94 ♣ D6 Vestur ♠ 96 ♥ 4 ♦ K752 ♣ G109852 Austur ♠ DG54 ♥ K ♦ DG108 ♣ K743 Suður ♠ ÁK108 ♥ Á9653 ♦ Á63 ♣ Á Suður spilar 6♥

Norður

♠ 732

♥ DG10872

♦ 94

♣ D6

Vestur

♠ 96

♥ 4

♦ K752

♣ G109852

Austur

♠ DG54

♥ K

♦ DG108

♣ K743

Suður

♠ ÁK108

♥ Á9653

♦ Á63

♣ Á

Suður spilar 6♥.

Aðalsteinn Jörgensen var fenginn því að fá út laufgosann gegn 6♥ frekar en tígul. Skiljanlega. Eftir lauf út hefur sagnhafi ráð á að gefa vörninni slag á spaða svo framarlega sem fjórði spaðinn fríast. En með tígli út verður austur að gera svo vel að eiga litlu hjónin í spaða. Spilið er frá lokadegi Norðurlandamótsins í Örebro.

Aðalsteinn tók nokkra slagi á hjarta og spilaði svo spaða úr borði að ♠ÁK108. Þegar Daninn Rico Hemberg fylgdi fumlaust með smáspili fór Aðalsteinn upp með ás og lagði svo niður spaðakóng næst í þeirri viðleitni að veiða háspil annað í vestur. Það var ekki leiðin til lífsins og nú hlaut vörnin að fá slag á spaða og tígul. Á hinu borðinu hitti Matthías Þorvaldsson á „besta“ útspilið – tígul frá kóngnum. Christian Lahrmann gat þá ekki annað en tekið djúpsvíninguna í spaða og unnið sitt spil.