Tónlistarmaðurinn Beatur.
Tónlistarmaðurinn Beatur.
„Voldugt kirkjuorgel, beatbox-drunur, magnþrungin lesning og falsettusöngur á heimsmælikvarða“ er samkvæmt tilkynningu það sem mun bíða gesta á tónleikum í Laugarneskirkju á morgun, föstudaginn 9

„Voldugt kirkjuorgel, beatbox-drunur, magnþrungin lesning og falsettusöngur á heimsmælikvarða“ er samkvæmt tilkynningu það sem mun bíða gesta á tónleikum í Laugarneskirkju á morgun, föstudaginn 9. júní, kl. 20.

Þeir bera yfirskriftina „Surtsey lavalove“ og eru byggðir á skáldsögunni Surtsey eftir norska rithöfundinn Mette Karlsvik. Samkvæmt upplýsingum frá viðburðarhöldurum er um að ræða „hljóðsetningu á vel völdum senum úr bókinni“.

„Tónlistarmennirnir eru Norðmaðurinn Sondre Pettersen sem er organisti með meistaragráðu í djasssöng og Íslendingurinn Beatur sem sér um taktkjaft og hamrar á ýmsar takkagræjur. Upplestur er í höndum Jóns Magnúsar Arnarssonar leikara, rappara og ljóðaslammmeistara,“ segir jafnframt í tilkynningu um viðburðinn.