Laugarás Miðsvæðis í sveit.
Laugarás Miðsvæðis í sveit.
Óánægja er í Bláskógabyggð með þau áform Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að flytja starfsemi heilsugæslu í uppsveitum Árnessýslu úr…

Óánægja er í Bláskógabyggð með þau áform Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að flytja starfsemi heilsugæslu í uppsveitum Árnessýslu úr Laugarási í Biskupstungum að Flúðum í Hrunamnannahreppi. Þær skýringar eru gefnar að núverandi húsnæði þurfi endurbætur með sem kosti 150 milljónir króna.

„Lengri vegalengdir fyrir íbúa svæðisins til að sækja þjónustu á heilsugæslu er óheppileg og getur orðið til þess að íbúar sjái hag sinn í því að sækja þjónustuna frekar á Selfoss,“ segir sveitarstjórn Bláskógabyggðar sem minnir á að í Laugarási hafi læknir setið frá árinu 1922. Góð samstaða hafi alltaf verið um staðsetningu og starf heilsugæslunnar meðal sveitarfélaganna í uppsveitunum sem eigi með sér margvíslegt samstarf sem góð reynsla sé af.