Platan <strong><em>S.W.I.M.</em></strong> kom út nú á dögunum.
Platan S.W.I.M. kom út nú á dögunum.
S.W.I.M. er önnur plata Gunnars Jónssonar Collider, sem er sólóverkefni raftónlistarmannsins Gunnars Jónssonar, í fullri lengd og kom hún út nú á dögunum hjá hinu virta útgáfufyrirtæki A Strangely Isolated Place í Los Angeles

S.W.I.M. er önnur plata Gunnars Jónssonar Collider, sem er sólóverkefni raftónlistarmannsins Gunnars Jónssonar, í fullri lengd og kom hún út nú á dögunum hjá hinu virta útgáfufyrirtæki A Strangely Isolated Place í Los Angeles. Platan, sem telur sex verk, inniheldur „seigfljótandi sveimtónlist“ og fylgir henni vídeóverk eftir Örnu Beth. Hlustendum plötunnar er þannig boðið að „hverfa inn í sex draumaheima á fjarlægum plánetum“, segir í fréttatilkynningu.

Blásið hefur verið til viðburðar í tilefni af útgáfunni og fer hann fram í Bíó Paradís á morgun, föstudag. Flutt verður tónlist af plötu Gunnars og sýnt vídeóverk Örnu Beth. Verkið tekur um það bil 50 mínútur og verður flutt þrisvar sinnum yfir kvöldið í sal 3 í Bíó Paradís. Aðgangur að viðburðinum er ókeypis.