Síðustu vikur hafa þeir fræði- og fjölmiðlamenn, sem hvað best fylgjast með átökunum í Úkraínu, átt von á því að varnarher landsins myndi blása til öflugrar sóknar gegn rússneska innrásarhernum innan fárra vikna. Og hafa margir talið að þær aðgerðir hafi verulega möguleika á að heppnast og sé það rétt að valda algjörum úrslitum í stríðinu.

Síðustu vikur hafa þeir fræði- og fjölmiðlamenn, sem hvað best fylgjast með átökunum í Úkraínu, átt von á því að varnarher landsins myndi blása til öflugrar sóknar gegn rússneska innrásarhernum innan fárra vikna. Og hafa margir talið að þær aðgerðir hafi verulega möguleika á að heppnast og sé það rétt að valda algjörum úrslitum í stríðinu.

En með sama hætti yrðu fáir góðir kostir opnir, ef þær væntingar gengju ekki upp, og þá yrði óhjákvæmilegt að Bandaríkin myndu leggjast á þá sveif að mæla með því að samningar yrðu reyndir. Það hefur verið hluti af væntingunum sem menn hafa bundið við þessar sumarárásir, að þá muni fyrst sjást til umtalaðra öflugra skriðdreka að vestan, sem Selenskí forseti hefur lengi sóst eftir að fá þaðan, en mjög miklu muni á getu þeirra og rússnesku skriðdrekanna, sem flestir séu orðnir gamlir og úr sér gengnir.

Bretar munu þegar hafa sent fáeina, en öfluga, Challenger 2-skriðdreka, Þjóðverjar hafa lofað allmörgum Leopard 2-skriðdrekum eftir að Biden Bandaríkjaforseti uppfyllti þýsk skilyrði um að senda marga af sínum öflugu Abrams 1-skriðdrekum sem kosta munu um milljarð stykkið (mælt í íslenskum krónum).

En eftir að hin mikla Kakhovka-stífla var sprengd í loft upp, með tilheyrandi flóðum sem fylgdu, og flótta tugþúsunda íbúa frá heimkynnum sínum og viðbótarhörmungum, þá hafi flestar slíkar væntingar verið settar í bið.

Eins og algengt er í þessu ömurlega stríði, þá greinir aðila á um hverjir hafi þar staðið að verki. Slíkar deilur stóðu um olíuleiðslurnar nærri Borgundarhólmi, en nú þykir nokkuð ljóst, að úkraínskar sveitir, „í verktöku“ hjá Bandaríkjaher Bidens, hafi þar unnið að og Þjóðverjar neyðst til að sætta sig við þá auðmýkingu.

En stíflumálið nú líti öðru vísi út og Rússar hafi haft miklu meiri hagsmuni af þeirri aðgerð, ekki síst ef horft sé til fyrrnefndra ætlaðra stríðsaðgerða, sem herstjórn Úkraínu hafi bundið miklar vonir við, og þar hafi kostum fækkað mjög við hin miklu manngerðu flóð.

En um þetta allt verður þó að hafa margvíslega fyrirvara, enda fæst eins og sýnist.