Regnbogi verður áfram á Skólavörðustíg og nú lagður með slitsterku efni. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær. Forhönnun Skólavörðustígs sem kynnt var 2021 verður nú löguð að regnboganum og hann festir sig þar með í sessi í götumyndinni

Regnbogi verður áfram á Skólavörðustíg og nú lagður með slitsterku efni. Þetta var samþykkt samhljóða á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í gær.

Forhönnun Skólavörðustígs sem kynnt var 2021 verður nú löguð að regnboganum og hann festir sig þar með í sessi í götumyndinni. Í samþykktinni kemur fram að hinsegin samfélagið verði með í ráðum svo tryggt sé að táknmynd réttindabaráttu þess, regnboginn, eigi áfram veglegan sess á þessum stað.

Regnboginn á Skólavörðustíg var fyrst málaður á götuna árið 2015. Borgarstjórn ákvað fyrst árið 2019 að regnboginn yrði áfram á Skólavörðustíg ef það hentaði eftir endurhönnun götunnar sem leit dagsins ljós 2021. Þá var ákveðið að skipa starfshóp um framtíðarsýn varðandi regnbogann. Hún liggur nú fyrir og tillaga um staðsetningu hefur verið samþykkt.