Vær Rostungurinn virtist sofa værum svefni á Álftanesi síðdegis í gær.
Vær Rostungurinn virtist sofa værum svefni á Álftanesi síðdegis í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Rostungur var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gær. Hann sást í Hafnarfjarðarhöfn fyrir hádegi og kom sér svo notalega fyrir í fjörunni á Álftanesi. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni síðdegis hafði rostungurinn verið þar um hríð

Tómas Arnar Þorláksson

tomasarnar@mbl.is

Rostungur var á ferðinni um höfuðborgarsvæðið í gær. Hann sást í Hafnarfjarðarhöfn fyrir hádegi og kom sér svo notalega fyrir í fjörunni á Álftanesi. Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferðinni síðdegis hafði rostungurinn verið þar um hríð.

Þóra Jónasdóttir, dýralæknir hjá Matvælastofnun, sagði sérfræðinga hafa metið ástand dýrsins og það væri þokkalegt. Hún biðlaði í samtali við mbl.is til fólks um að halda sig frá rostungnum þar sem þeir geta verið hættulegir fólki. „Það stressar villt dýr og hann þarf mögulega hvíld og tíma til að jafna sig eftir ferðalag. Hans vegna er best ef fólk kemur ekki.“

Hún segir að þótt rostungar virðist vera þung og hægfara dýr geti þeir farið mjög hratt yfir ef þeim líður eins og þeim sé ógnað. „Þeir geta þá notað höggtennurnar til að verja sig. Til viðbótar geta dýr borið með sér smitsjúkdóma sem geta smitað okkur.“

Höf.: Tómas Arnar Þorláksson