Jafnvel þeir sem eiga til einhverja hrekkvísi stilla sig stundum um að hrekkja. Þá er sagt að þeir sitji á strák sínum; strákur vísar þá til hrekkvísi

Jafnvel þeir sem eiga til einhverja hrekkvísi stilla sig stundum um að hrekkja. Þá er sagt að þeir sitji á strák sínum; strákur vísar þá til hrekkvísi. Að sitja á sér (með e-ð) þýðir að halda aftur af sér, hafa stjórn á sér. „Mig langaði að stinga upp á mér í formannsembættið fyrst enginn annar gerði það, en ég sat á mér.“