Björg Birgisdóttir og Jón Elísson leiða söngstundina Syngjum saman í Hannesarholti á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 14. Þar verða að vanda textar á tjaldi svo „allir geti tekið undir, ungir sem aldnir“, eins og segir í tilkynningu

Björg Birgisdóttir og Jón Elísson leiða söngstundina Syngjum saman í Hannesarholti á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 14. Þar verða að vanda textar á tjaldi svo „allir geti tekið undir, ungir sem aldnir“, eins og segir í tilkynningu. Björg og Jón starfa nú saman í Sönghúsi Domus Vox hjá Margréti Pálmadóttur og „njóta þess að miðla til upprennandi nýs tónlistarfólks“.

Björg lærði við söngskólann Domus Vox, lauk einsöngvaraprófi við Söngskólann í Reykjavík, og eftir einn vetur við Söngskóla Sigurðar Demetz tók við framhaldsnám í Vínarborg. En Jón lærði píanóleik hjá Guðrúnu Frímannsdóttur við Tónmenntaskóla Reykjavíkur.