Píanóleikarinn Evin Fein flytur m.a. eigin verk ásamt Colin Levin.
Píanóleikarinn Evin Fein flytur m.a. eigin verk ásamt Colin Levin.
Barítónsöngvarinn Colin Levin og píanóleikarinn Evin Fein halda tónleika á morgun, 10. júní, á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju undir yfirskriftinni Fjallkonuljóð. Á efnisskránni verða skv

Barítónsöngvarinn Colin Levin og píanóleikarinn Evin Fein halda tónleika á morgun, 10. júní, á vegum 15:15-tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju undir yfirskriftinni Fjallkonuljóð. Á efnisskránni verða skv. tilkynningu norræn sönglög eftir Grieg, Sibelius, Jórunni Viðar og Jón Leifs ásamt verkum eftir Evin Fein og frumflutningi á verkinu Fjallkonuljóð eftir Halldór Smárason. Ljóðin sem verk þeirra Evins og Halldórs eru innblásin af eru eftir Lindu Vilhjálmsdóttur, Stein Steinarr, Ragnar Jónasson og Þorvald Davíð Kristjánsson. Levin og Fein fluttu þessa efnisskrá í Scandinavia House í New York borg nýlega og marka þessir tónleikar upphaf tónleikaferðar um landið í sumar.