Fyrirtækið Mosfellingur ehf., sem gefur út bæjarblaðið Mosfelling og dreifir frítt í Mosfellsbæ, var rekið með 9,3 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það er 63% meiri hagnaður en árið á undan þegar félagið var rekið með 5,7 milljóna króna afgangi

Fyrirtækið Mosfellingur ehf., sem gefur út bæjarblaðið Mosfelling og dreifir frítt í Mosfellsbæ, var rekið með 9,3 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Það er 63% meiri hagnaður en árið á undan þegar félagið var rekið með 5,7 milljóna króna afgangi.

Eignir félagsins nema rúmum 18 milljónum króna og jukust þær um 1,5 milljónir milli ára.

Eigið fé Mosfellings nemur nú 11 milljónum og er svipað og árið á undan.

Tekjur fyrirtækisins voru rúmar 33 milljónir króna árið 2022 og jukust talsvert á milli ára en þær voru 24 milljónir 2021.

Eins og fram kemur á vef Mosfellings kom blaðið fyrst út á haustdögum árið 2002. Stofnandi og ritstjóri fyrstu þrjú árin var Karl Tómasson. Frá árinu 2005 hefur Hilmar Gunnarsson stýrt blaðinu og rekið fyrirtækið Mosfelling ehf.