Kópavogur Vísbendingar eru um kólnun á íbúðamarkaði á Íslandi.
Kópavogur Vísbendingar eru um kólnun á íbúðamarkaði á Íslandi. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Væntingavísitala Gallup bendir til vaxandi svartsýni meðal landsmanna um efnahagshorfur. Hún mældist undir 80 stigum í maí en var tæplega 100 stig í janúar síðastliðnum. Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir um horfurnar

Væntingavísitala Gallup bendir til vaxandi svartsýni meðal landsmanna um efnahagshorfur. Hún mældist undir 80 stigum í maí en var tæplega 100 stig í janúar síðastliðnum. Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir um horfurnar.

Sigurður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Torgs, segir sterka fylgni milli væntingavísitölunnar og fasteignasölu. Nú sé óvissa í efnahagsmálum og umræða um verkföll og vaxtahækkanir og það hafi neikvæð áhrif á væntingar almennings í efnahagsmálum. Það muni að óbreyttu birtast í minni umsvifum í fasteignasölu í sumar.

Væntingar hafa mikil áhrif

„Fasteignamarkaðurinn eltir væntingavísitöluna því hún mælir hversu bjartsýnt fólk er á framtíðina. Flestir sem kaupa fasteign eru viljugri til að kaupa og skuldbinda sig til framtíðar eftir því sem þeir eru bjartsýnni,“ segir Sigurður.

Fjallað er um þróun vísitölunnar frá árinu 2001 í Morgunblaðinu í dag. Hún hefur reynst veita góða vísbendingu um væntingar landans en þær birtast aftur í einkaneyslu.

Vísitalan lækkaði eftir innrás Rússa í Úkraínu. Hún hækkaði svo á ný en hefur gefið eftir í ár. » 4