Dagur Sigurðsson söngvari mætti eldsprækur í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þáttarstjórnendur um tónlistarferilinn og verkefnin fram undan. Dagur var tvítugur þegar hann sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna en hann var að eigin sögn…

Dagur Sigurðsson söngvari mætti eldsprækur í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þáttarstjórnendur um tónlistarferilinn og verkefnin fram undan. Dagur var tvítugur þegar hann sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna en hann var að eigin sögn ansi duglegur að æfa sig í bílskúrnum á unglingsárunum. Þá segir hann rætur sínar liggja í rokkinu þótt hann hlusti á alls kyns tónlist og syngi hvað sem er, en hann var aðeins 13 ára þegar hann byrjaði í hljómsveit. Viðtalið í heild má finna á K100.is.