Náttúra Útsaumsverk Kristínar sýna m.a. menn, fugla og plöntur.
Náttúra Útsaumsverk Kristínar sýna m.a. menn, fugla og plöntur.
Kristín Dýrfjörð opnar sýningu á útsaumsverkum í Listasafni Samúels í Selárdal við Arnarfjörð, á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Þar geymi ég hringinn og þar sýnir Kristín útsaumsverk sem eru, samkvæmt tilkynningu, „óður til náttúrunnar“

Kristín Dýrfjörð opnar sýningu á útsaumsverkum í Listasafni Samúels í Selárdal við Arnarfjörð, á morgun, laugardaginn 10. júní, kl. 15. Sýningin ber yfirskriftina Þar geymi ég hringinn og þar sýnir Kristín útsaumsverk sem eru, samkvæmt tilkynningu, „óður til náttúrunnar“. „Viðfangsefnin eru aðallega fuglar, plöntur og minningar,“ segir jafnframt um verkin.

Kristín hefur starfað um árabil við Háskólann Akureyri þar sem hún kennir m.a. um sköpun barna og leik og hún kennir líka sjálfbærni, „og í þeim anda er garnið sem hún notar; keypt á nytjamörkuðum eða fengið frá vinum og vandamönnum“. Sýningin stendur til 3. september.